Kötturinn Loðvík XIV nýtur útiverunnar í miðbænum í gær. Það er köttur í öðru hverju húsi í götunni hans. Bæði vinir og óvinir.

Hvað eru margir kettir á Íslandi? 

Íslenski kötturinn kom með landnámsmönnum á 9 og 10 öld, og hefur stofninn haldist nokkuð hreinn í gegnum aldirnar. Með því að beita skyldleikagreiningu á erfðaefni hefur verið sýnt fram á að íslenskir kettir eru náskyldir Færeyskum, Hjaltneskum og Skánskum köttum. Íslenskar kisur í sveit eru upprunalegri en kettir á mölinni, sem hafa blandast á seinni árum við innflutta ketti. Það er ekki til kattartal hér í lýðveldinu, en hrein ágiskun hjá Vísindavef Háskóla Íslands er að hér séu um 20.000 kettir. 

Reykjavík  25/10/2021 15:36 – A7R IV : FE 1.4/85 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson