Hveravellir

Hveravellir eru einstök náttúruperla við þjóðbraut á miðju vesturhálendi Íslands milli Langjökuls og Hofsjökuls. Langjökull er fjórði stærsti jökull jarðar og Hofsjökull sá fimmti stærsti á jörðinni.

Hveravellir liggja við Kjalveg (númer F35) sem liggur þvert yfir miðhálendi Íslands frá Gullfossi á Suðurlandi til Blöndudals á Norðurlandi og er leiðin um 200 kílómetrar. Á sumrin er hægt að aka á flestum bílum yfir Kjöl. Ekki er þó hægt að mæla með leiðinni fyrir lága bíla. Yfir sumarið eru áætlunarferðir hópferðabíla yfir Kjalveg. Lagt er upp daglega bæði frá Reykjavík og Akureyri.

Á Hveravöllum er eitt af fegurri hverasvæðum jarðar með blásandi gufuhverum, bullandi leirhverum og formfögrum hverum með himinbláu sjóðheitu hveravatni. Einstakt er að skoða sig þar um, hvert heldur er vetur eða sumar..

 Kjalhraun er gríðarmikil hraundyngja (10-12 rúmkílómetrar) skammt frá Hveravöllum og ná hraunin að hverasvæðinu. Í heild þekur hraunið um 180 ferkílómetra og má um það velja fjölmargar stórbrotnar gönguleiðir, svo sem að gígnum sem er hringlaga og um 900 metrar í þvermál. Kjalhraun myndaðist í gríðarmiklu eldgosi fyrir um 8000 árum.

Á Hveravöllum er náttúruleg baðlaug sem tilvalið er að skella sér í eftir góða gönguferð um nágrennið. Hveravellir eru þannig staðsettir að velja má nýjar áhugaverðar gönguleiðir á hverjum degi, dögum saman. Fyrir utan Kjalhraunið má nefna gönguleiðir á Rjúpnafell, Kjalfell og Hrútfell. Einnig um Þjófadali og að Langjökli. Hægt er að panta leiðsögn jafnt á Hrútfell sem Langjökul fyrir þá sem áhuga hafa á gönguferð á jökli.

Á Hveravöllum eru tveir gistiskálar. Í eldra húsinu eru 33 svefnpokapláss. Tuttugu manns geta gist í nýrri skálanum en gistirýminu er skipt í þrjú herbergi. Þar bjóðast uppábúin rúm auk svefnpokapláss.

Á sumrin er veitingasala á Hveravöllum og tekur veitingasalurinn um 25 manns í sæti. Á veturna er veitingasalurinn opinn fyrir hópa en panta þarf fyrirfram.

Ágætt aðstaða er á Hveravöllum fyrir tjaldgesti og á sumrin bjóðast þar Jöklagöngu, hellaferðir,  og hestaferðir svo eitthvað sé nefnt.

Hveravelli er hægt að nálgast nær alla daga ársins á sérútbúnum jeppabifreiðum. Hveravellir henta mjög vel sem áfangastaður á vetrum því húsin eru upphituð og baðlaugin er ekki síðri að smeygja sér í að vetrarlagi. Stundum má aka yfir Langjökul til Hveravalla en hvort heldur farið er um jökul eða eftir vegi segir færðin mikið til um hve langan tíma ferðin tekur.

Við bjóðum ferðir til Hveravalla allan ársins hring, þar sem unnt er að fá gistingu í uppábúnum rúmum eða í svefnpokaplássi. Í boði er ferð, gisting og veisluþjónusta allt eftir þörfum og leiðarvali hvers og eins. Leitið tilboða.

www.hveravellir.is
[email protected]

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0