Við Hverfisgötu er annars vegar verið að reisa nýbyggingu á lóðinni nr. 92 sem mun hýsa 24 íbúðir, sem verða að meðaltali um 100 m² að stærð og hins vegar er verið að gera upp og endurbyggja húsin á Hverfisgötu 88 og 90, þar sem verða fimm 90 m² íbúðir eða alls 29 íbúðir. Framkvæmdir eru hafnar við Hverfisgötu 92, framkvæmdir á 88 og 90 eru í skipulagsferli, en gert er ráð fyrir að báðum verkefnunum verði lokið um mitt ár/haust 2019.
„Íbúðirnar eru fyrst og fremst fyrir fólk sem sækist eftir að búa í miðborginni, bæði yngra og eldra fólk,“ segir Sturla Geirsson hjá Rauðsvík ehf., sem stendur að verkefninu.