Á horni Barónsstígs og Hverfisgötu er verið að byggja fimm hæða hús með 38 íbúðum og bílakjallara, ásamt plássi fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæð. Verklok eru áætluð haustið 2018.
„Við sjáum fyrir okkur að þessar íbúðir geti hentað fjölbreyttum hópi fólks sem vill búa miðsvæðis í borginni,“ segir Jón Þór Jónsson hjá félginu SA Byggingum sem stendur fyrir framkvæmdunum. Íbúðirnar sem eru á stærðarbilinu 70-170 m2, verða seldar á almennum markaði og eiga þær að vera tilbúnar haustið 2018. Framkvæmdum miðar vel þrátt fyrir mikla umferð og þrengsli í kringum byggingarsvæðið og er uppsteypa hússins komin vel á veg.