Hvert…?

Á þessum árstíma, þegar sumarið er hinu megin við hornið, er gjarna sest niður og skipulagt hvert eigi að fara í sumarfríinu. Skreppa norður í Ásbyrgi, Mývatnssveit og sjá Dettifoss í leiðinni? Gullfoss og Geysi, gegnum Þingvelli, eða fara á staði sem eru utan alfaraleiðar. Icelandic Times, ætlar að benda ykkur á, hvort sem þið eruð íslenskir eða erlendir ferðamenn á staði sem vert er að heimsækja, utan alfaraleiðar. Staði sem koma á óvart og eru einstakir hver á sinn hátt. Fyrst er það Langanes, milli Bakkafjarðar og Þistilfjarðar, annnes þar sem miðnætursólin er einstök, þar sem milljónir fugla búa, en enginn maður. Síðan er það Skagi, milli Húnaflóa og Skagafjarðar, þar í Kálfshamarsvík er eitt fallegasta stuðlaberg á Íslandi. Síðan er það Árneshreppur norður á ströndum. Þar er ein fallegasta sundlaug landsins, og minjar af tveimur risastórum síldarverksmiðjum sem voru lagðar niður fyrir rúmum sjötíu árum. Þið verðið ekki svikin að heimsækja þessa þrjá staði, og sjá og upplifa Ísland eins og það var, en ekki er.

Ingólfsfjörður, norður á Ströndum

Stuðlaberg í Kálfshamarsvík, Skaga

Skeglubjörg á Langanesi

Ísland – apríl / maí 2021 : A7RIV RX1R II : FE 1.8/20mm G – FE 1.8/135mm GM – 2.0/35mm Z

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson