Í augnarblikinu

Í augnarblikinu

Það er svo fallegt, og langt síðan, árið 1978 sem Nýlistasafnið var stofnað. Nú, er safnið fullorðið, safn með sérstöðu hér, og orðið eitt af elstu söfnunum í álfunni í umsjón listamanna. Hugmyndin með stofnunninni var fyrst og fremst til að opna listheiminn á Íslandi fyrir nýjum straumum, og gefa fleiri listamönnum færi á að vinna að listsköpun. Líka til að varðveita og safna myndlist sem varð í kringum SÚM hópinn sem starfaði hér frá 1965 til 1972. Stofnendurnir, tuttugu myndlistarmenn komu saman á vinnustofu Ólafs Lárussonar fyrir 44 árum og gerðu skipulagsdrög að starfseminni Nýló, sem enn er starfað eftir. Í Nýlistasafninu sem er nú staðsett í Marshallhúsinu í Örfirisey, var að opna sýningin, Þau standast ekki tímann þar sem upplausn og væntingar renna saman við lífsins vökva, eins segir í kynningu Nýló. Listamennirnir sem sýna á þessari samsýningu eru; Graham Wiebe frá Kanada, Magnús Sigurðsson Íslandi, Patricia Carolina frá Mexíkó, Minne Kersten frá Hollandi, og höfuðborgarbúinn Sigríður Hlín Sigurðardóttir.

Frá  Sýningunni;  Þau standast ekki tímann
Frá  Sýningunni;  Þau standast ekki tímann
Frá  Sýningunni;  Þau standast ekki tímann

 

Reykjavík 02/09/2022 : RX1R II – 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson