Ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson (1966) á sjónrænt Samtal við Sigfús Eymundsson (1837 – 1911) í Bogasal Þjóðminjasafs Íslands. Samhliða sýningunni gefur Þjóðminjasafnið út bókina Aftur – Samtal við Sigfús, þar sem verða yfir 130 ljósmyndir og texti eftir Einar Fal. En hann þekkir ljósmyndir Sigfúsar út og inn, hefur bæði skrifað um og skoðað, fjallað um hann í kennslu í ljósmyndasögu landsins árum saman. Síðustu ár, hefur Sigfús verið fararstjóri Einars um landið, þar sem Einar bæði endurtekur valin sjónarhorn Sigfúsar, eða kemur með alveg nýtt sjónarhorn af þeim stöðum sem Sigfús tilti niður sínum þrífæti. Því þrátt fyrir að það sé 130 ára aldursmunur á ljósmyndurunum, hefur lítið breyst, það eru sömu gildin í gildi, rétt ljósop og hraði. Síðan ekki síst augað, sem þessir ljósmyndarar hafa og höfðu. Held að Sigfús þyrfti aðeins tíu mínútur til að læra á Fuji milliformatsvélina hans Einars, því þrátt fyrir allt hefur furðulítið breyst á þessari rúmu öld í ljósmyndun, nema framköllunnarhraðinn.

Einar Falur með Sigfúsi Eymundssyni
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 10/03/2025 : A7C R, RX1R II : 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/20mm G