Konrad Maurer ferðaðist um Ísland sumarið 1858, eins og kunnugt er, og safnaði meðal annars þjóðsögum, sem hann gaf út á þýsku árið 1860 undir titlinum Isländische Volksagen der Gegenwart. Áður höfðu íslenskar þjóðsögur aðeins komið út í lítilli bók sem þeir Magnús Grímsson og Jón Árnason höfðu safnað til. Maurer hafði sannarlega mikil áhrif á þjóðsagnasöfnun því m.a. gerðist hann hvatamaður þess, að þeir félagar, Jón Árnason og Magnús Grímsson, héldu áfram söfnun sinni og bauðst til að útvega útgefanda í Þýskalandi. Efnisflokkun hans á íslenskum þjóðsögum hefur einnig orðið fyrirmynd flestra útgefinna þjóðsagnasafna frá því safn hans kom út.
Höfundur: Konrad Maurer
296 bls.
Háskólaútgáfan
Útgáfuár: 2015