John Kerry tók við heiðursverðlaunum Arctic Circle Assembly 2019 úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar. Kerry gat þess að stjúpsonur Andre Heinze hans væri giftur íslenskri konu, Maríu Marteinsdóttur. Hann kynni að meta viðurkenninguna því hún kæmi frá þeim sem enn væri í fremstu víglínu Norðurslóða og loftlagsbaráttunnar. Ólafur Ragnar Grímsson hefði um langt árabil verið óþreytandi að benda mikilvægi Norðurslóða og nauðsynjar að grípa til aðgerða og grænnar orku. Kerry skýrði frá áhrifum ferðar sinni til Svalbarða með utanríkisráðherra Noregs meðan hann var enn í embætti. Þar hefðu vísindamenn sagt honum að ef hann virkilega vildi skilja áhrif loftslagsbreytinga þá væri ráð að fara til Suðurskautsins – Antartiku. Hann hefði flogið áleiðis til Suðurskautsins daginn sem Donald Trump var kjörinn forseti. Honum hefði verið skapi næst að hætta við að snúa aftur heim en ákveðið að taka slaginn.
Til Svalbarða og Suðurskautsins
Á Suðurskautinu hefðu 20 vísindamenn útskýrt fyrir honum að það væri upphaf og endir loftslagsbreytinga – [ground zero]. Honum hefði verið brugðið við því sem hann sá og heyrði. Ný-sjálenskur vísindamaður hefði sagt honum að Suðurskautið væri kanarífuglinn í kolanámunni. Breytingar væru hraðari á heimskautunum en annars staðar; þröskuldur framundan og handan hans verði ekki aftur snúið.
„Við gætum varúðar og kaupum tryggingar fyrir hús okkar; bílatryggingar, hvers kyns tryggingar fyrir hvers kyns verðmæti en við höfum enga tryggingu fyrir móður jörð,“ sagði John Kerry sem benti á að á Norðurslóðum væri bráðnun fjórum sinnum meiri en fyrir áratug; hiti hefði verið yfir frostmarki í fyrra; júlí í fyrra heitastur í mældri sögu; og árið þar áður sá heitasti í mældri sögu; heitasti áratugur í mældri sögu; áratugurinn þar áður næst heitastur og þar áður þriðji heitastur. „Ætla mætti að fólk komi saman líkt og í París og þar áður í Ríó de Janeiro og þar áður Kyoto og grípi til aðgerða því lífsháttum fólks á heimsskautasvæðum er ógnað. Þrír áratugir með hækkandi hita og meiri bráðnun jökla en við þekkjum í 1500 ár,“ sagði Kerry.
Eiturskaðlegar svartar koltrefjar
Eiturskaðlegar svartar koltrefjar séu 2.000 skaðlegri en koltvíoxíð. Mengunin myndi svart teppi sem dragi í sig sólarljós og hraði bráðnun. Þrátt fyrir þetta afneiti 130 bandarískir þingmenn staðreyndum og forseti Bandarríkjanna kalli loftslagsvá kínverskt gabb. Það sé engin lína dregin um satt og logið, enginn dómari. Lygin fari um heiminn á leifturhraða tölvutækni. Vísindin vari við og leiðbeini en við eigum í vök að verjast. Hafið súrnar og fiskveiðar víða óábyrgar og nú séu 500 lífvana svæði í hafinu þar sem súrefni finnist ekki og yfir helmingur súrefnis eigi uppruna í hafinu. „Við leggjum hart að okkur en ekki nægilega hart því við erum ekki að vinna [glímuna]. Við bönnuðum reknetaveiðar en sjóræningar ógna fiskistofnum og lífríki sjávar en ég er bjartsýnismaður,“ sagði Kerry sem kvað Íslendinga hafi skilið öðrum þjóðum fyrr eðli offjárfestinga í sjávarútvegi; of margar krónur eltandi of fáa fiska. „Þið hafið sett fordæmi til eftirbreytni,“ sagði John Kerry.