Jökulsárlón, heillandi heimur

Í Ríki Vatnajökuls er skammt stórra högga á milli, hæsti tindur Íslands Hvannadalshnjúkur, gnæfir þar yfir og botninn á Jökulsárlóni er lægsti punktur undir sjávarmáli sem fyrirfinnst hér. Í aldarfjórðung hefur Jökulsárlónið ehf. farið með ferðamenn í ævintýarsiglingu um þennan undrastað. Siglt er á hjólabátum og ekki er síður skemmtileg upplifun að kynnast þeim einstöku farkostum.
DianaElisa
Náttúruöflin að leik
Jökulsárlón fer sístækkandi eftir því sem jökullinn hörfar en fyrir árið 1950 rann áin um það bil 1.5 km leið til sjávar. Nú er hefur lónið færst mun nær ströndinni en áður og þess sést stað í þeirri staðreynd að sjávarfalla gætir í því og selir synda þar um farþegum hjólabátanna til mikillar ánægju. Leiðsögumenn  Jökulsárlóns ehf. leggja sig einnig alla fram um að benda á allt það sérstæða og áhugaverða sem fyrir augu ber og uppskera þakklæti og ánægju 68.000 glaðra farþega á ári hverju.  
DSC_1000
Allir sem leggja leið sína að Jökulsárlóni eru snortnir af kyrrðinni innan um tignarlega ísjaka og á góðviðrisdegi er fegurðin nánast ójarðnesk. Djúpt dimmblátt vatnið endurkastar ljósinu og hvítir jakar mynda formfagra skúlptúra á floti. Að standa á bakkanum er engu líkt en sigling á milli þessara listaverka náttúrunnar ógleymanleg. Á eftir er svo hægt að setjast niður í kaffistofunni og gæða sér á góðu íslensku bakkelsi.
DSC_1089
Síbreytileg veröld
Jökulsárlón ehf. er í hópi reyndra og sterkra ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Frumkvöðlastarf þeirra sem hófst fyrir tuttugu fimm árum er í raun síungt því það skiptir ekki máli hversu oft er skroppið í ferð með þeim um Jökulsárlón eitthvað nýtt blasir ávallt við og engin ferð er eins.