Hinn kanadíski tónlistarmaður og söngvaskáld Jom Comyn heldur tónleika á KEX Hostel næstkomandi sunnudagskvöld, 22. maí, ásamt hinum alíslensku Árna V og Markúsi.  

22 Jom Comyn icelandic timesJom Comyn kemur frá Edmonton í Alberta-fylki og gefið út nokkrar plötur við góðan orðstír í heimalandi sínu.  Tónleikarnir hans hér á landi eru liður af tónleikaferð hans um Evrópu.  Jom á sér dyggan hóp aðdáenda á sínum heimaslóðum og hefur m.a. troðið upp með Gruff Rhys úr Super Furry Animals.  Tónlist hans er á köflum dularfull, drungaleg og jafnvel eilítið bíómyndaleg.   Jom samsamar sér vel í hópi dimmraddaðra listamanna á borð við Lee Hazlewood, Bill Callahan, Edwyn Collins, Stephen Merrit úr Magnetic Fields og Jens Lekman.

22 arni V icelandic times

Árni Vilhjálmsson

22 Jom Comyn Banner icelandic times
Tóndæmi má heyra hér:
https://jomcomyn.bandcamp.com/

Árni V heitir fullu nafni Árni Vilhjálmsson og hefur hann fengist við tónlist í nokkuð mörg ár undir ýmsum nöfnum.  Hann spilaði áður fyrr með hljómsveitum á borð við Cotton Plús Einn og Powerlab, Árni er mögulega þekktari fyrir störf sín í hljómsveitunum NiniWilson og FM Belfast.  Sem Árni V kemur hann fram einn síns liðs og mun flytja lög af væntanlegri plötu sinni sem hann vinnur nú að.

Markus icelandic times

Markús Bjarnason

Markús heitir fullu nafni Markús Bjarnason og er leiðandi í hinni afbragðsgóðu sveit The Diversion Sessions (áður Markús & The Diversion Sessions).  Markús er einnig meðlimur í hljómsveitunum Stroff og SKNN og söng hann og spilaði áður í Skátum, Sofandi og Campfire Backtracks.  Markús kemur einn fram með gítarinn í hönd.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og kostar 1500 krónur inn.

Nánari upplýsingar veita Árni í síma 694 1223 og Markús 696 3553.