Jónsmessunæturganga Árbæjarsafns

Árbæjarsafn
Laugardagur 23. júní 2018 kl. 22:30-00:00

Í tilefni Jónsmessunætur mun Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á skemmtilega menningar- og náttúrugöngu. Gangan byrjar á Árbæjarsafni laugardagskvöldið 23. júní kl. 22:30.
Gengið verður um Elliðaárdal, staldrað við á völdum stöðum og fjallað um íslenska þjóðtrú og sögu svæðisins. Stefán Pálsson sagnfræðingur leiðir gönguna og kíkt verður í heimsókn til Jóns Sveinbjörnssonar prófessors, en sonur hans Halldór mun leiða göngufólk um falda perlu í borgarlandinu.

Jónsmessunótt tengist sögnum um yfirnáttúrulegar verur enda talið að þessa nótt væru skil milli heima minni en flestar aðrar nætur. Þekkt er trúin á lækningamátt daggarinnar velti menn sér naktir upp úr henni og vonin um að finna steina með töframætti þessa nótt.

Jónsmessa hefur alla tíð haft á sér aðra mynd á Íslandi en sunnar í Evrópu, þar sem hún er fyrst og fremst miðsumarshátíð. Þar tíðkuðust brennur og dansleikir sem gjarnan tengdust ýmsum yfirnáttúrlegum verum, nornum og djöflum. Náttúrufar, atvinnuhættir og samfélagsforsendur hafa komið í veg fyrir að Jónsmessuhátíðin skipaði sama sess á Íslandi og annars staðar. Strjálbýli landsins gerði samkomur allar erfiðar og vegna skógleysis voru litlar forsendur fyrir því að halda miklar brennur á þessum tíma með tilheyrandi söng og dansi.
Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

///

Midsummer Sunset Walk from Árbær Open Air Museum
Reykjavík City Museum will offer a Midsummer’s Eve Walk into the sunset along the valley of the Elliðarár rivers. The walk starts at Árbær Open Air Museum on Saturday 23 June at 22:30 (10:30 pm). Spoken language is Icelandic. Many midsummer tales are related to supernatural beings as it was a common believe that this night was magic in the sense that the barrier between the worlds were somehow blurred this time of year. Who hasn’t heard about the healing power of the morning dew especially if you role naked in it. And then there is always a chance you will find a stone with magic powers. We will learn about these old tales and also about the valley. The walk is free of charge and everyone is welcome.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0