Karen Agnete Þórarinsson (1903-1992)

Karen Agnete Þórarinsdóttir fæddist 28. desember árið 1903 í Kaupmannahöfn. Hún stundaði nám í Rannove’s Tegneskole, Carla Collsmann’s Malerskoler og Akademiet for de skönne Kunster í Kaupmannahöfn en þaðan brautskráðist hún árið 1929. Sama ár kom Karen til Íslands. Hún var búsett í Ásbyrgi í N.-Þingeyjarsýslu til ársins 1938 en eftir það í Reykjavík.

Karen hefur starfað sem listmálari og tekið þátt í fjölmörgum sýningum, samsýningum og einkasýningum, bæði hérlendis og erlendis. Eiginmaður Karenar var Sveinn Þórarinsson listmálari.