Keflavíkurflugvöllur sem var upphaflega lagður af Bandaríkjaher í seinni heimsstyrjöldinni og opnaður í mars 1943, er aðalflugvöllur Íslands. Hann liggur á Miðnesheiði, rétt sunnan Keflavíkur og í 50 km / 30 mi fjarlægð frá Reykjavík. Árið 1987 opnaði ný og nútímaleg flugstöð, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þjónar hún allri farþegaumferð um flugvöllinn. Síðan hefur hún verið marg stækkuð, enda farþegafjöldi farið úr um 250 þús árið sem flugstöðin opnaði í yfir 10 milljónir farþega 2019. Ferþegafjöldinn fjörutíu faldaðist á fyrstu 35 árum flugstöðvarinnar. Í sumar hefur farþegafjöldinn verið um þriðjungur af þegar mest var, sem er gott miðað við aðstæður. Tuttugu og fjögur flugfélög fljúga í sumar til og frá Keflavíkurflugvelli, Icelandair er eins og endranær lang stærst.
Reykjanes 22/08/2021 11:46 : A9II 2.0/28mm G
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson