Kirkjufell er afar sérstakt í landslagi á Snæfellsnesi og vekur athygli vegna lögunar sinnar. Jon Snow og áhöfn hans leituðu að þessu sérstaka fjallaformi og fundu Kirkjufell. Þar voru tekin upp atriði í 7. þáttaröð.

Snæfellsjökull vestast á nesinu er eldstöð sem gaus síðast fyrir um 1.750 árum. Hann er sögusvið bókarinnar Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Söguhetjan fer niður í gíg og ferðast allt að miðju jarðar!
Snæfellsnes er sömuleiðis sögusvið Kristnihalds undir Jökli, vinsællar bókar eftir íslenska Nóbelsverðlaunahöfundinn Halldór Laxness,. Kvikmynd var gerð eftir sögunni og frumsýnd 1989.
Texi og Mynd: Þorsteinn Ásgeirsson