Kringlan við Kringlumýrarbraut

Kringlan við Kringlumýrarbraut

Fyrir 36 árum, í ágúst 1987 opnaði fyrsta verslunarmiðstöðin á Íslandi, og nú sú næst stærsta í lýðveldinu eftir Smáralind í Kópavogi. Kringlan hefur vaxið og stækkað, og í dag eru þar um 180 verslanir, kvikmyndahús, veitinga og þjónustaðir á 40 þúsund fermetrum. Auk þess sem innangengt er í Borgarleikhúsið og Borgarbókasafnið úr Kringlunni. Verslunarmiðstöðin hefur verið í stanslausri endurnýjun, öll þessi ár, Icelandic Times / Land & Saga brá sér í bæjarferð og skoðaði Kringluna eins og hún lítur út í dag. Það var Pálmi Jónsson kaupmaður, kendur við Hagkaup sem var forgöngumaður fyrir byggingu Kringlunnar. 

 

Vel er gert fyrir bæði fullorðna og börn í Kringlunni
5983 Kringlan er ekki stássleg að utan, en næg, frí bílastði eru við Kringluna
Ný Mathöll, Kúmen var að opna í Kringlunni

 

Innlend og erlend vörumerki keppast um hylli viðskiptavinanna
180 verslanir og þjónustaðir eru í Kringlunni

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

27/01/2023 : A7C : FE 1.4/24mm GM