28. nóvember 1961, afmæli Soffíu Hallgerðar Ólafsdóttur sem er til hægri á mynd. Stúlka fyrir miðri mynd er Soffía Hallgerður Bjarnleifsdóttir f. 1949. (© Bjarnleifur Bjarnleifsson 915-1987).

Kúst og fæjó! á Árbæjarsafni á sunnudag

Árbæjarsafn

Sunnudagur 22. júlí 2018 13:00-16:00

ÓLP 003 131 1-1 1965-1970, auglýsing, TLM eldhús. Fyrirsæta stillir sér upp í eldhúsi með sóp. Í glugga má sjá stillasa. (© Óli Páll Kristjánsson).

Sunnudaginn 22. júlí verður aldeilis líf í tuskunum á Árbæjarsafni en þá verður allt pússað og strokið og heimilisverkunum sinnt af kostgæfni. Á stóru heimili er í mörg horn að líta og allt þarf að vera skínandi hreint og snyrtilegt áður en gesti ber að garði. Gestir geta fylgst með starfsfólki safnsins taka til hendinni og dilla sér við fjöruga sixties tónlist. Húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur og aðrar húsfreyjur í þorpinu strauja skyrtur og pússa silfur eftir kúnstnarinnar reglum.

Í Hábæ vinnur húsfreyjan fyrir sér með því að greiða nágrannakonunum og hver veit nema hún kenni gestum og gangandi galdurinn á bak við það að gera flotta pin-up hárgreiðslu. Kíkið í bæinn og fáið góð ráð hjá Katrínu R+osu

 

Dagskráin hefst klukkan eitt, en safnið er opið frá 10-17.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og menningarkortshafa.

Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni: Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0