Listasafn Einars Jónssonar

Áhrif norrænna þjóðsagna, grískrar goðafræði og guðspeki

einar-jonsson-land-og-saga-skolavorduholti

Einar Jónsson fæddist árið 1874, hélt til Kaupmannahafnar 19 ára, lærði höggmyndalist og bjó í Evrópu í 20 ár m.a. í Danmörku, Þýskalandi og á Ítalíu. Hann flutti til Íslands eftir að heimsstyrjöldin síðari skall á. Hann vildi gefa íslenska ríkinu verk sín gegn því að fá yfir þau hús þar sem þau gætu verið til sýnis. Ekki var áhugi fyrir þessu fyrr en árið 1914 og hófust þá umræður um húsið og úr varð að íslenska ríkið flutti verk Einars til Íslands og lét byggja hús sem Einar hannaði sjálfur þar sem hann bjó og vann og er það húsið þar sem Listasafn Einars Jónssonar stendur í dag á Skólavörðuholtinu.hnitbjorg-einar-jonsson-landogsaga
„Húsið er friðað og er í rauninni stærsta listaverk Einars,“ segir Sigríður Melrós Ólafsdóttir safnstjóri. „Þetta er einstætt hús og á trúlega ekki sinn líka í heiminum.“

einar-jonsson-landogsaga

Stórfengleg
Sýningin í dag er í rauninni sú sama og Einar byrjaði að setja upp árið 1923 og bætti síðan við. Eftir hans tíð var gerð örlítil breyting á sýningunni í kringum 1980 en að öðru leiti er safnið eins og það var er hann skildi við það.

einar-jonsson-safn-land-og-saga
„Þetta eru verk sem spanna ansi langan feril. Þau elstu eru frá því rétt fyrir aldamótin 1900 og þau yngstu frá 1954. Allt var táknrænt hjá Einari. Hann var símbólískur listamaður og var að segja sögur í öllum verkum sínum og notaði til þess táknfræði úr ýmsum áttum. Sjá má t.d. áhrif norrænna þjóðsagna sem og áhrif grískrar goðafræði og guðspeki. Verk hans eru líka ídealísk – þau eru stórfengleg. Einar notaði mannslíkamann til að túlka hugmyndir sínar og stillti mannslíkamanum upp í alls konar stellingar sem jafnvel eru ekki mögulegar í raunveruleikanum.“samviskubit2
Sigríður Melrós segir að Einar hafi oft reynt að túlka flóknar hugmyndir eða hugtök svo sem hugtakið samviskubit. „Hann bjó til verk sem kallast Samviskubit og það túlkaði hann með nokkrum líkömum.“
Áhugasamir geta keypt eftirgerðir af nokkrum verkum Einars og segir Sigíður Melrós að þeim fari fjölgandi. Hver eftirgerð er til í takmörkuðu magni. „Þetta er til styrktar safninu til að hægt sé að gera við verkin. Sum þeirra eru orðin eldri en 100 ára og eru úr gifsi og það þarf að passa upp á að þau séu í lagi. Þetta er menningararfur okkar.“
einar-jonsson-safn-land-og-saga-2Einar og eiginkona hans, Anna, bjuggu fyrst um sinn í íbúð á efstu hæð safnhússins en fluttu síðar í annað hús sem byggt var á lóðinni. Íbúðin á efstu hæð hússins er til sýnis í upprunalegri mynd. Þar er dagstofa, hvíldar- og svefnherbergi. Eldhús og baðherbergi hjónanna voru á jarðhæð hússins. 52 tröppur eru þar á milli sem liggja upp bratta og þrönga stiga.einar-jonsson-husid-land-og-saga