Varnargarðurinn við Bláa lónið

Kvikan undir Svartsengi

Veðurstofa Íslands, sem fer rannsóknir og miðlun um náttúruvá og hættumat meðal annars vegna jarðskjálfta og eldgosa varar við því núna, að kvikan sem safnist undir Svartsengi sé komin yfir þau mörk sem hafa sett á stað kvikuhlaup og eldgos í Sandhnúksgígaröðinni við Grindavík / Svartsengi. Því eru mjög auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum. Rúmmál kvikunnar undir Svartsengi, er nú um 10 milljón rúmmetrar, sem er tveimur milljón meira en þarf til að koma eldgosi af stað. Á síðustu fjórum dögum hafa orðið um 140 jarðskjálftar á svæðinu. Flestir litlir. Þrátt fyrir þetta, var mikil fjöldi ferðamanna í Bláa lóninu þegar Icelandic Times / Land & Saga átti þar leið um í dag. Fólk naut sólarinnarinnar og vors í lofti, þrátt fyrir að kvikuhólfið undir jarðvarmavirkjunni í Svartsengi og Bláa lóninu væri að fyllast. Þrátt fyrir þessarar hamfarir, og íslenska ríkið sé að kaupa allt húsnæði í Grindavík, þá undirrituðu HD ehf og HS Orka sem rekur virkjunina fyrir fimm dögum rammasamning um stækkun á Svartsengi. Verki sem á að vera lokið haustið 2025.

Fallegur dagurinn í Bláa lóninu
Bjart framundan eða eilif gos? Hér stemming frá Bláa lóninu
Í Svartsengi, gufustrókurinn vil vinstri er frá jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi með framleiðslugetu upp á 225 MW
Bílaleigubílar erlendra ferðamanna við Bláa lónið
Hluti af veginum fór undir hraun
Margt um manninn í Bláa lóninu
Varnargarðurinn sem umlykur Bláa lónið og Svartsengi
Ferðamenn skoða vegsummerki eftir hraun sem rann 8. febrúar í átt að Svartsengi
Nýr malarvegur yfir nýtt hraun, svo hægt sé að komast til Grindavíkur, í Svartsengi og Bláa lónið

Svartsengi 13/03/2024 : A7R III, RX1R II, A7C : 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson