Kyrrð og náttúra við sjávarsíðuna með ævintýrum og stutt til allra átta

Marino
Marínó Sveinsson, framkvæmdastjóri Sportferða

Kyrrð og náttúra við sjávarsíðuna með ævintýrum og stutt til allra átta

Myndtxt1: Marínó Sveinsson, framkvæmdastjóri Sportferða.
Myndtxt2: Sumarhúsin í Ytri-Vík eru í fallegu og friðsælu umhverfi með útsýni yfir Eyjafjörðinn.
Myndtxt3. HJALTEYRI. Dulúð gömlu síldarverksmiðjunnar á staðnum dregur að sér fjölda ferðamanna, innlendra sem erlendra, á hverju ári.
Myndtxt4: Margt skemmtilegt og óvænt getur átt sér stað í hestaferðunum.

„Hingað koma margir ár eftir ár enda umhverfið fallegt og stutt til allra átta,“ segir Marinó Sveinsson, framkvæmdastjóri Sportferða, um sumarhúsin á Ytri-Vík á Árskógsströnd við Eyjafjörð. „Hér getur fólk notið kyrrðarinnar og hafsins en verið 20 mínútum síðar á góðum matsölustað á Akureyri, þar sem er blómleg flóra kaffihúsa, veitinga- og skemmtistaða eða gengið um Síldarsafnið á Siglufirði innan 40 mínútna. Staðsetningin er því einstök fyrir þá sem vilja fjölbreytileika. Fyrir skíðafólk er ekki ónýtt að geta farið á skíði fyrir hádegi í Hlíðarfjalli, verið í Böggvisstaðafjalli við Dalvílk uppúr hádegi og endað daginn á mögnuðu skíðasvæði Siglfirðinga. Fyrir þá sem sækjast eftir meiri ævintýrum er Tröllaskaginn í bakgarðinum, en við hjá Sportferðum skipuleggjum fjallaskíða- og vélsleðaferðir.“

sumarhus ytri vik
Sumarhúsin í Ytri-Vík eru í fallegu og friðsælu umhverfi með útsýni yfir Eyjafjörðinn.

Ferðaþjónustan í Ytri-Vík hefur verið starfrækt í 31 ár og í 20 ár hafa Sportferðir, sem er viðurkennd ferðaskrifstofa, skipulagt ferðir fyrir hópa og fjölskyldur allt árið. „Við höfum lagt áherslu á fjölbreytni þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Marinó. Boðið er upp á hestaferðir á sumrin, jeppa- og fjórhólaferðir allt árið, vélsleðaferðir yfir vetrartímann og fjallaskíði þar sem komist er á tinda Tröllaskaga á snjótroðara eða með þyrlu. Þá er ónefnd köfun. Margir sækjast sérstaklega eftir að kanna ævintýraheim Eyjafjarðar og þá sérstaklega Strýtunnar sem er einstök. Að sögn Marinó eru hvalaskoðunarferðir skipulagðar frá Dalvík og Hauganesi. Þá nýtur sjóstangaveiði og strandveiði sífellt meiri vinsælda.
„Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og markmið okkar er að uppfylla óskir viðskiptavina – ekki síst þær sérkennilegu,“ segir Marínó en á Ytri-Vík er boðið upp á gistingu í tveggja til sextán manna frístundahúsum alla mánuði ársins. Að sögn Marinós eru húsin vel útbúin og öll með heitum potti á verönd. „Það hefur því verið vinsælt fyrir fjölskyldur að koma til okkar undir lok sumars, leggja á ráðin, undirbúa veturinn og þá ekki síst jólahátíðina. Margir nota svo tækifærið til að fara til berja enda getum við boðið aðgang að góðu berjalandi. Aðrir ganga til rjúpna.“

hjalteyri
HJALTEYRI. Dulúð gömlu síldarverksmiðjunnar á staðnum dregur að sér fjölda ferðamanna, innlendra sem erlendra, á hverju ári.

Marinó segir að vinsælustu ferðirnar séu þegar fyrirtæki , fjölskyldur og vinahópar vilji þétta hópinn og gera eitthvað saman – skemmtilegt og uppbyggjandi enda afþreyingin sem er í boði fjölbreytt. Ytri-Vík er þannig kjörinn dvalarstaður fyrir alla sem vilja annars vegar njóta friðsældar en um leið eiga kost á ævintýrum. „Við höfum einfalt mottó: „Hér á öllum að líða vel,““ segir Marinó um leið og hann bendir á að bestu meðmælin séu þau að sömu hóparnir – innlendir og erlendir – komi ár eftir ár. „Við eigum okkar góðu föstu viðskiptavini sem hafa komið til okkar ár eftir ár, þannig að við erum greinilega að gera eitthvað rétt.“
-GG
Calloutbox: ÁYtri-Vík er boðið upp á gistingu í tveggja til sextán manna frístundahúsum alla mánuði ársins.
Quote: „Við höfum einfalt mottó: „Hér á öllum að líða vel,““, Marínó Sveinsson, framkvæmdastjóri Sportferða