Land og Saga – Sumarlandið -1.tbl. 5.árg. 2011

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Frá útgefanda
Ferðaþjónustan á Íslandi hefur almennt staðið sig vel í því að sannfæra erlenda ferðamenn um að það sé óhætt að heimsæk ja landið þrátt fyrir jarðsk jálfta, gosóróa og flóð í ám og vötnum. Við búum í landi með fremur kuldalegu nafni, en einmitt þess vegna hefur áhugi útlendinga staðið nokkuð undanfarin ár, jafnvel aukist, þrátt fyrir efnahagskreppuna. Þessi margumtalaða kreppa hefur hins vegar valdið því að stöðugt fleiri Íslendingar ferðast um landið og legg ja nú aukna áherslu á að skoða staði sem þeir hafa ekki áður augum borið. Aukin fjöldi sækir nú Hornstrandir en aðrir vilja heimsæk ja staði þar sem boðið er upp á fyrsta flokks gistingu,menningu og afþreyingu. Víða er boðið upp á hráefni úr héraði, fólk tínir alls kynsir jurtir, veiðir fisk í ám og vötnum, tínir sveppi og ber að haustlagi. Við búum í landi þar sem náttúrufegurð og hreinleiki er mikill og erum stolt af því. Jöklarnir eru stöðugt aðdráttarafl, ekki bara þegar eldur og eimyrja kemur upp úr þeim, heldur ekki síður til gönguferða. Markaðssetning jöklanna og jöklaferða hefur kannski ekki verið nógu markviss undanfarin ár. Allir
þeir sem ferðast um landið eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, innlendir sem erlendir. Bæjarnöfnbenda stundum til staðhátta, og jafnvel til mikillar gróðursældar. Bæjanafnið Akrar bendir til að sú sveit sé mjög róðursæl, og ætti að draga að ferðafólk.Ferðaþjónustubændum hefur fjölgað ár frá ári og sá gistingamöguleiki hefur orðið stöðugt vinsælli, ekki síst vegna nálægðarinnar við bústofninn. Sums staðar er jafnvel boðið upp á þátttöku, t.d. í heyskapnum, og það er vel. Þetta blað verður vonandi góður vegvísir um landið og gefur góðar upplýsingar um þann fjölbreytileika sem er að finna í öllum landsfjórðungum.

Góða ferð.
-Einar Þorsteinsson

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0