Þarna hófst allt. Í Kvosinni, lægðinni milli Reykjavíkurtjarnar og Reykjavíkurhafnar, eða milli Arnarhóls og Grjótaþorps. Þarna settist fjölskylda Ingólfs Arnarsonar að, fyrsti landnámsmanns Íslands fyrir 1150 árum síðan. Fyrir 273 árum voru Innréttingar Skúla Magnússonar byggðar í Kvosinni, sem gerðu Kvosina, Reykjavík að þorpi og bæ og síðan að borg, höfuðborg landsins. Allt byrjaði í Aðalstræti, þar reisti Ingólfur sinn bæ og Norður-Þingeyingurinn, Skúli Magnússon kom nútímanum hingað heim. Þar er ansi gott safn um tilurð höfuðborgarinnar á sýningunni Borgarsaga í hnotskurn, hlut af Borgarsögusafni Reykjavíkur. Icelandic Times / Land & Saga fór aftur á móti í ljósmyndaleiðangur til sjá og upplifa núið, Kvosina eins og hún er í dag. Njótið.
Reykjavík 09/05/2024 : A7C R – FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson