Nú þegar sumri fer að ljúka fara skólarnir að opna dyr sínar að nýju og þjóðin sest aftur á skólabekk. Í ljósi þrenginga á atvinnumarkaði má ljóst vera að menntun og fræðsla munu gegna nú enn stærra hlutverki fyrir íslenskt samfélag og í beinum tengslum við það hefur nýsköpun fengið stóraukið vægi þar sem nýjar og ferskar hugmyndir blása fersku lofti inn í íslenskt atvinnulíf.
Marga órar vafalaust ekki fyrir því framboði á fræðslu- og námsleiðum sem er í boði. Upp hafa verið að spretta nýjar og öflugar menntastofnanir sem bjóða upp á sérhæfðara nám en áður hefur þekkst. Starf sí- og endurmenntastofnanna hefur farið ört vaxandi og spilar nú stærri rullu en nokkru sinni fyrr og gefur fólki út um allt land tækifæri til að bæta stöðu sína á atvinnumarkaði. Fjölbreytileiki námskeiðanna sem í boði eru er gríðarlegur, allt frá stuttum tómstundarnámskeiðum til starfstengdsnáms. Innflytjendum er gert kleift að aðlagast íslensku samstarfi, ófaglærðir geta styrkt starfsferill sinn, áhugasamir geta fræðst um tölvur, bókmenntir, ljósmyndun og margt fleira. Listaskólar lifa líka góðu lífi og hefur söng, tónlistar og dansnám sjaldan
verið vinsælla.