Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu

Það er algengt að fólk velti því fyrir sér hvers vegna þörf er fyrir allar þær stofnanir og fyrirtæki sem koma að bygginga-og skipulagsmálum. Oft getur verið erfitt að greina á milli aðskiljanlegustu hlutverka þessara stofnanna, hvar þau mætast og hvar þau skerast. Í undangegnum tölublöðum af skipulagi, hönnun og byggingum höfum við leitast við að gera grein
fyrir hlutverkum þessara stofnanna í einhverju mæli og höldum því áfram að þessu sinni. Í þessu tölublaði gerum við grein fyrir Framkvæmdasýslu ríksins. Ennfremur ræðum við við skipulagsstjóra
ríkisins um hið nýja frumvarp til skipulagslaga sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Í viðtölum við hönnuði og byggingaaðila veltum við fyrir okkur þeirri stöðu sem komin er upp á fasteignamarkaði og hvaða áhrif hún muni hafa á svæðaskipulag og byggingaframkvæmdir á næstu misserum.
Það er ávallt forvitnilegt að skyggnast inn í hugmyndaheim þeirra sem skapa nýjungar. Að þessu sinni er rætt við Einar Þorstein Ásgeirsson um glerhjúpin sem verður á nýja tónlistar-og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík- en form glerkubbanna í hjúpnum á ekkert skylt við stuðlaberg.
F.h. Land og sögu,
Einar Þorsteinn Þorsteinsson

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu