Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu

Hér kemur níunda tölublað Lands og sögu á sviði byggingaiðnaðar, fasteigna og arkitektúrs. Miklar breytingar eru að verða og hafa orðið á húsnæðismarkaðnum að undanförnu. Dýpsta kreppa sem Íslendingar hafa gengið í gegnum síðan á 4. áratugnum reið yfir landið síðari hluta árs 2008. Á undan höfðu farið mörg ár þenslu og verðhækkana á fasteignamarkaði, sem stjórnvöld hvöttu til og ýttu undir af fremur lítilli fyrirhyggju. Því miður eru horfur ekki ennþá mjög bjartar á sviði fasteignamarkaðarins, en uppbyggingin er hafin. Vonandi tekst okkur að leggja traustari grunn að húsnæðismarkaðnum en áður var. Tími hinnar óheftu frjálshyggju er liðinn, við ætlum ekki lengur að hafa það sem meginmarkmið samfélagsins að græða á daginn og grilla á kvöldin. Markaðurinn, sem átti að leysa öll vandamál ef aðeins fólk léti hann í friði og skemmdi ekki fyrir með mótmælaaðgerðum, þáttöku í starfi verkalýðsfélaga eða væri að þvælast fyrir honum á annan hátt, er ekki lengur lausnarorðið. Ýmsar lausnir eru smám saman að byggjast upp, æ meir er talað um að markvisst verði að vinna að félagslegum lausnum á sviði húsnæðismála og ekki lengur talið réttlátt að fólk sé leiksoppar markaðarins á því sviði. Einkaðilar eru líka að finna nýjar leiðir og í þessu tölublaði er að finna margvíslega umfjöllun um það hvernig unnið er sviði fasteignaviðskipta á nýjum sviðum, út frá nýjum hugsunarhætti og með nýjum formerkjum. Ekki er verra að hafa það með í farteskinu sem nýtilegt er úr eldri reynslu, það má ýmislegt vinsa úr rústunum. Einar Þorsteinn Þorsteinsson

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu