Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu

Á þessum síðustu og verstu tímum þegar þorri þjóðarinnar virðist hafa fengið sig fullsaddan á að virðist óendanlegri umræðu um það svartnætti sem kreppunni fylgir, er mér sönn ánægja að kynna lesendum fyrir því fólki, fyrirtækjum og stofnunum sem munu leika lykilhlutverk í að færa okkur út úr þessum skuggadal. Margoft hefur verið bent á að hugmyndaauðgi og nýsköpun muni leika veigamikið hlutverk í að blása nýju lífi í atvinnulífið á Íslandi og líklega er hvergi meira að finna af þessu tvennu en á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar er líklega um að ræða stærsta sprotafyrirtækjaverkefni á landinu og má ljóst vera að þau fyrirtæki sem þar eiga heimili munu leika veigamikið hlutverk í uppbyggingu Íslands. Ásbrú hlýtur að teljast til metnaðarfyllri skipulagsverkefna sem þekkjast í Íslandssögunni og er í raun ótrúlegt að fylgjast með þeim mikla árangri sem þar hefur náðst á aðeins örfáum árum. Á næstu síðum má finna einkar áhugaverð viðtöl og umfjallanir um það metnaðarfulla fólk, fyrirtæki og stofnanir sem standa Ásbrú að baki. Í blaðinu má einnig finna áhugaverðar greinar um einhverja af þeim aðilum sem láta samdrátt í byggingargeiranum ekki buga sig og halda áfram ábyrgri uppbyggingu landsins. Því þrátt fyrir að þrengi að í efnahaginum svo um munar, þurfum við sem áður að veita okkur og komandi kynslóðum skjól yfir höfuðið. Að lokum má ekki gleyma hönnuðum, listamönnum og arkítektum sem leika ekki síður mikilvægt hlutverk í að færa okkur ljós inn í svartnætti kreppunnar með því að fegra umhverfið í kring um okkur. Einar Þorsteinn Þorsteinsson

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu