Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá
Land og saga hefur nú gefið út fjögur blöð um skipulag, hönnun og byggingar. Blöðin hafa fengið góðar viðtökur; jafnt almennings sem fagaðila. Vinnsla á fimmta blaðinu um sama efni er langt komin og mun það líta dagsins ljós 4. mars. Skipulags- og byggingarmál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri. Þétting byggðar og síaukin landnotkun kalla ekki einungis á
vandað skipulag heldur einnig auknar upplýsingar til almennings. Deilur um skipulagsmál má oftar en ekki rekja til skorts á upplýsingum. Tilgangur þessa blaðs er meðal annars að auka flæði upplýsinga til almennings. Kynna til sögunnar ný skipulagssvæði og draga fram helstu einkenni þeirra. Varpa ljósi á nýjungar í hönnun húsnæðis og kynna almennt byggingarmarkaðinn á Íslandi og það sem hann er að bjóða upp á. Vaxandi umhverfisvitund þjóðarinnar og breyttur lífsstíll kallar á ný úrræði með tilliti til skipulags. Þessum áherslubreytingum eru sveitarfélög, verktakar og hönnuðir að mæta en nauðsynlegt er að miðla upplýsingunum til almennings. Það gerum við!
Við viljum þakka öllum þeim sem hafa komið að útgáfunni og þakka þær frábæru móttökur sem þetta sérrit um Skipulag-Hönnun-Byggingar hefur fengið. Við höldum áfram á sömu braut.
F.h. Land og sögu,
Einar Þorsteinsson