Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá
Lesa PDF á Issuu
Skipulags- og byggingarmál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri. Þétting byggðar og síaukin landnotkun kalla ekki einungis á vandað skipulag heldur einnig auknar upplýsingar til almennings. Deilur um skipulagsmál má oftar en ekki rekja til skorts á upplýsingum. Tilgangur þessa blaðs er meðal annars að auka flæði upplýsinga til almennings. Kynna til sögunnar ný skipulagssvæði og draga fram helstu einkenni þeirra. Varpa ljósi á nýjungar í hönnun húsnæðis og kynna almennt byggingarmarkaðinn á Íslandi og það sem hann er að bjóða upp á. Vaxandi umhverfisvitund þjóðarinnar og breyttur lífsstíll kallar á ný úrræði með tilliti til skipulags. Þessum áherslubreytingum eru sveitarfélög, verktakar og hönnuðir að mæta en nauðsynlegt er að miðla upplýsingunum til almennings. Það gerum við!
Skipulagsmál eru umfangsmikill málaflokkur sem margir koma að. Sveitarfélögin, stofnanir og fyrirtæki sem tengjast byggingariðnaðinum tóku þessari útgáfu fagnandi og fljótlega var ljóst að eitt tölublað myndi ekki nægja til að anna eftirspurn eftir kynningum. Land og saga er því langt komin með í vinnslu annað blað um skipulags- og byggingarmál sem líta mun dagsins ljós í fyrri hluta októbermánaðar.
Kærar þakkir fyrir frábærar viðtökur!
F.h. Land og sögu,
Einar Þorsteinsson