Hestar & menn 

Laufskálarétt er stærsta stóðrétt landsins, skammt frá biskupsetrinu á Hólum í Hjaltadal, Skagafirði. Réttað er þar alltaf síðasta laugardag í september. Í ár sóttu Laufskálarétt vel á þriðja þúsund manns, til að sjá þegar nokkur hundruð hross og folöld eru rekin af afréttum á svæðinu niður í Hjaltadal, og síðan dregin í dilka. Hátt í þriðjungur gesta má ætla að hafi verið útlendingar sem elska íslenska hestinn. Þó nokkrir af þeim tóku þátt í göngum með heimamönnum, en flest hrossin koma úr Kolbeinsdal, eyðidal norðan við Hjaltadal. Laufskálarétt var vígð árið 1954, fyrir 68 árum, og aldrei vinsælli. Auðvitað mætti Land & Saga, Icelandic Times á svæðið. 

Rekið yfir Hálsgróf úr Kolbeinsdal niður í Hjaltadal

Komið niður Ás að Laufskálarétt

Undirbúningur fyrir réttirnar

Staðið á hesti, Tindastóll í bakgrunni

Dregið í dilka í Laufskálarétt

Skagafjörður : 24/09/2022 : A7R IV, A7III, A7C – FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson