Laugavegur 59

Framkvæmdur er að ljúka við 11 leiguíbúðir í Kjörgarði, þekktu verslunar- og skrifstofuhúsi við Laugaveg 59 sem hefur allt verið endurnýjað að undanförnu. Þriðju og fjórðu hæðinni hefur verið breytt úr skrifstofuhúsnæði í íbúðir og jafnframt var fimmta hæðin byggð ofan á húsið.

„Alls eru 11 íbúðir á þessum þremur hæðum, frá 85 m2-146m2 með 2-4 herbergjum,“ segir Sæmundur H. Sæmundsson, húsasmíðameistari og framkvæmdastjóri Vesturgarðs ehf. sem stendur fyrir framkvæmdunum. Íbúðirnar verða leigðar í langtímaleigu, þær eru fullinnréttaðar og vel búnar. Mikið útsýni er á efri hæðunum og þaksvalir á efstu hæðinni með heitum pottum. Hverri íbúð fylgið eitt stæði í bílastæðahúsið Reykjavíkurborgar í nálægð við húsið.

Kjörgarður er sennilega elsta verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Það var opnuð árið 1959, fyrir tæplega sextíu árum.
Sæmundur H. Sæmundsson framkvæmdastjóri Vesturgarðs. Kjörgarður er í eigu Valfells fjölskyldunnar sem byggði húsið á sínum tíma ásamt Kristjáni Friðrikssyni og sér félagið Vesturgarður um rekstur hússins.

Framkvæmdir hófust í lok ágúst 2016.

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0