Le Bistro
Sígild frönsk matargerðarlist í hjarta Reykjavíkur
Að fá sér göngutúr eftir Laugaveginum er ávallt skemmtilegt og má þar finna verslanir með öllu frá minjagripum til þess nýjasta í íslenskum tískuvörum. Þeir sem vilja fá sér í svanginn geta valið um ótal veitingastaði en einn mjög áhugaverður kostur sker sig úr—Le Bistro.
Gamalgróin hefð kemur til Íslands
Le Bistro fetar í fótspor bistro veitingastaða í París sem komu fyrst fram á sjónarsviðið snemma á 19. öld. Í Frakklandi bera slíkir veitingastaðir gjarnan fram ríkulegan heimilismat í óformlegu umhverfi og Le Bistro hefur í heiðri þessa sígildu hefð í miðborg Reykjavíkur. Á matseðlinum má finna marga vel þekkta pottrétti, eins og navarin d’agneau (lambapottréttur), boeuf bourguignon (nautapottréttur), og coq au vin (kjúklingapottréttur)—hægeldaðar úrvals máltíðir sem eru fullkomnar á köldum degi í Reykjavík. Og síðan eru það sígildir og gómsætir réttir á borð við soupe á l’oignon (lauksúpa), confit de canard (andalæri) og saumon rôti à l’alsacienne (steiktur lax). Fáðu þér vín úr frábæru úrvali staðarins af innfluttum vínum eða prófaðu diabolo menthe eða panaché (bjór með límonaði) til að lyfta þér upp—c’est très français.
Efri hæðin
Le Bistro býður upp á fondue-veislu og raclette-veislu í huggulegum „svissneskum fjallakofa“ á annarri hæðinni. Hvort sem þú velur osta-, kjöt- eða súkkulaðifondue (eða allt þrennt) eru þessir sígildu svissnesku réttir tilvaldir þegar fagna á sérstöku tilefni með vinum. (Ath. Bóka þarf með eins dags fyrirvara.)
Skildu eftir pláss fyrir eftirrétt
Ofnbakaður Camembert ostur með hunangi og hnetum borinn fram með sætu víni, dýrindis mousse au chocolat, „skyramisu“ (tiramisu gert úr íslensku skyri) og himneskt crème brûlée eru meðal frábærra eftirrétta sem setja sannarlega punktinn yfir i-ið.
Le Brunch et Le Petit Déjeuner
Le Bistro býður einnig upp á morgunverð á hverjum degi frá 9:00 til 11:30 og brunch frá 9:00 til 14:00. Þú getur valið um íslenskan, franskan eða enskan brunch ásamt heilsubrunch, og vertu viss um að grípa með þér heim nýbakaða croissants eða pain au chocolat úr bakaríi staðarins.
Skelltu þér á Le Bistro á horni Klapparstígs og Laugavegar og njóttu þess besta í franskri matargerðarlist.
Le Bistro
Laugavegur 12
101 Reykjavík
551 5979
www.lebistro.is
[email protected]
-EMV