List, litir & lifibrauð

List, litir & lifibrauð

Safn Ásgríms Jónssonar (1876-1958) í Bergstaðastræti, er eitt af söfnum Listasafns Íslands. Ásgrímur sem var ekki bara brautryðjandi í íslenskri myndlist, hann var fyrsti listmálari landsins sem hafði lifibrauð af list sinni. Ásgrímur fór utan til þá höfuðborgar Íslands, Kaupmannahafnar árið 1897 og kom heim tólf árum síðar, eftir að meðal annars hafa verið í Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn árin 1900 til 1903. Auk þess dvaldi hann ár á Ítalíu og drakk í sig samtímalist Evrópu; í Berlín og Weimar. Íslensk náttúra og birtan var aðal viðfangsefni Ásgríms á hans listamannsferli sem spannaði yfir sextíu ár. En áherslur og vinnsla breyttust auðvitað með tíðaranda og þroska. Hann málaði jöfnum höndum með vatnslitum og olíu. Við andlát sitt, ánafnaði Ásgrímur íslensku þjóðinni öll eftirlátin listaverk sín, ásamt húseign sinni að Bergstaðastræti 74, þar sem listamaðurinn bæði svaf og vann. Sýningin ‘Gluggi í Reykjavík’ er í safninu núna, sterk sýning sem stendur til áramóta.

Frá safni Ásgríms Jónssonar
Frá safni Ásgríms Jónssonar
Frá safni Ásgríms Jónssonar
Frá safni Ásgríms Jónssonar

Reykjavík  23/08/2022 : A7C, RX1R : FE 1.8/14mm GM, 2.0/35mm Z,

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson