Listasafnið í Listagilinu

Listasafnið í Listagilinu

Í Listagilinu í hjarta Akureyrar, er Listasafnið á Akureyri, stærsta safn sinnar tegundar utan höfuðborgarsvæðisins. Safnið opnaði í ágúst 1993, í fallegri byggingu sem áður hýsti Mjólkursamlag KEA. Húsið sem var hannað af Þóri Baldvinssyni, var tekið í notkun árið 1939. Margar merkilegar sýningar hafa verið í safninu á þessum 29 árum sem það hefur starfað. Til dæmis hlaut sýning Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Visitasiur, Myndlistarverðlaun ársins 2022, sýning sem sýnd var í Listasafninu á Akureyri síðastliðið haust og vetur. Hlynur Hallsson er safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.

Hlynur Hallsson er safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.

Akureyri 02/06/2022 11:24 – 12:42 : A7R IV, A7R III : FE 1.2/50mm GM – FE 1.8/20mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson