Ljómandi…

Ljómandi…

Frá sýningunni Ljómandi þægilegt / Comfortable Universe

Í Gallery Port sem er rekið af myndlistarmanninum Árna Má Erlingssyni og er á Laugavegi 32, stendur nú yfir sýningin Ljómandi þægilegt / Comfortable Universe. Það eru hjónin Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og Úkraínska listakonan Ma Riika sem sýna handsaumuð teppi úr ull og akríl, sem öll eru unnin í Kænugarði / Kiev, eftir innrás Rússa í landið. Nafn sýningarinnar vísar í birtuna, ljósið sem hlýjar í lægðum, ljómann sem skín af þeim sem sýna dug, samstöðuna sem við munum finnan innan frá þegar þessu loksins lýkur. ,, Það er ótrúlegt hve fólki hefur tekið sýningunni vel.” Sagði Óskar í samtali við Icelandic Times, Land & Sögu. ,, Það er vel yfir helmingur verkanna seldur, þrátt fyrir að við opnuðum fyrir aðeins örfáum dögum.” Sýningin stendur fram til 31.júlí. Þegar sýningunni lýkur, halda listamannshjónin aftur heim til Kænugarðs, til að skapa meiri list og ljósmynda… ,, Ætli það verði ekki bara bók á endanum, bók um venjulegt fólk sem fékk óvænt stríð í fangið.”

Frá sýningunni Ljómandi þægilegt / Comfortable Universe

Reykjavík 19/07/2022 :  A7R IV, A7R III : FE 1.8/14mm GM, FE 1.2/50mm GM

Frá sýningunni Ljómandi þægilegt / Comfortable Universe
Hjónin Óskar Hallgrímsson og Ma Riika á sýningu sinni í Gallery Port

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson