Manchester City og West Ham United

Manchester City og West Ham United mætast á Laugardalvelli
Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik á Laugardalsvelli í The Super Match þann 4. ágúst kl. 14 en lið úr ensku úrvalsdeildinni hafa aldrei áður mæst hér á landi. The Super Match skipuleggur stóra knattspyrnuleiki á Norðurlöndunum en þar keppa tvö af bestu liðum veraldar hverju sinni.  Lið eins og Manchester City, Arsenal, Manchester United og Galatasaray hafa öll tekið þátt í fyrri ofurleikjum.
Reykjavíkurborg styrkir viðburðinn og lýsir yfir ánægju með að Super Match eigi sér stað á  Laugardalsvelli. Tilkynnt var um leikinn fyrr í dag á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum og mun miðasala hefjast fimmtudaginn 22. júní.
Formaður KSÍ, Guðni Bergsson sagðist á blaðamannafundinum vera afar ánægður með að íslenskir knattspyrnuunnendur fái að sjá tvö topplið ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi.
Pep Guardiola,  þjálfari Manchester City sagði að liðið hlakkaði til að mæta West Ham í spennandi leik og heimsækja hina stórkostlegu borg Reykjavík. ,,Ísland er fallegt land og það verður okkur mikil ánægja að fara með liðin tvö þangað til að upplifa landslagið og menninguna, hitta fólkið og gleðja stuðningsmennina. Við vitum að enski boltinn er elskaður af fólkinu á Íslandi. Leikurinn verður frábær viðburður og munum við gera allt til að gera hann glæsilegan fyrir stuðningsmenn.“
Slaven Bilic, þjálfari West Ham sagði að það væri frábært að vera partur af því að skrifa nýja sögu með því að vera fyrstu liðin úr ensku úrvalsdeildinni til að mætast á Íslandi. ,,Við hlökkum mikið til að heimsækja landið, en þar eigum við mikið af stuðningsmönnum. Ísland greypti sig í huga allra með frábærri frammistöðu sinni á Evrópukeppninni á síðasta ári. Þó landið sé lítið í fjölda íbúa hefur það ótrúlega ást á knattspyrnu. Þetta er fullkominn leikur fyrir City og okkur. ”
Miðar verða til sölu á: thesupermatch.com
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0