Milli tveggja bjarga

Milli tveggja bjarga

Hornvík á Hornströndum, liggur milli tveggja af stærstu fuglabjörgum á Íslandi, að vestan er það Hælavíkurbjarg og að austan Hornbjarg. Fyrr á öldum voru þrír bæir í víkinni, Horn sem fer í eyði 1946, Höfn sem fer í eyði árið 1944, þar er nú þjónustuhús landvarða á Hornströndum, og Rekavík bak Höfn sem fer í eyði sama ár. Hornstrandir eru nyrsti hluti Vestfjarða, og voru gerðar að friðlandi ásamt Jökulfjörðum árið 1975. Mikil byggð, þótt harðbýlt væri, var þarna þangað til um miðja síðustu öld, þegar allt svæðið fór í eyði. Engar vegasamgöngur eru við eða í friðlandinu, þarna er notast við tvo jafnfljóta til að kanna og skoða þetta svæði, sem er eitt það ónortastasta, kaldasta, og jafnframt fallegasti hluti Íslands. Um það eru næstum því allir sem hafa komið á Hornstrandir sammála. Og Hornvík er besti staðurinn til að byrja á því að kanna svæðið, sem er bæði bratt undir fót, og ótrúlega fjölbreytt, í sinni dimmu köldu þoku, eða logni og sól sem á engan sinn líkan í lýðveldinu. Bátsferðir inn á svæðið, Jökulfirði og Hornstrandir eru í boði bæði frá Bolungarvík og Ísafirði.

 

Hælavíkurbjarg yfir Hornvík
Bærin Horn í Hornvík, fór í eyði 1946, nú notaður sem sumarhús. 
Hornbjarg
Hælavíkurbjarg fremst, hoft yfir Hornvík, Hornbjarg handan víkurinnar
Hornbjargsviti, og veðurathugunarstöð á Horni undir Hornbjargi.

Hornvík :  A7RIII – RX1R II R, A7R IV : FE 1.4/24mm GM- 2.0/35mm Z – FE 1.8/135mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson