Minkurinn, fjölskyldusmiðja og undarleg tól.

Sunnudag 12. nóvember kl. 14 – 16.

Fjölbreytt dagskrá veður í boði í Hafnarborg sunnudaginn 12. nóvember frá klukkan 14 til 16 í tengslum við sýningarnar tvær sem standa nú yfir í safninu, Japnsk nútímahönnun 100 og Með augum Minksins – Hönnun, ferli, framleiðsla.

Klukkan 14 – Búi Bjarmar Aðalsteinsson, vöruhönnuður, flytur erindið Hversdagslegar lausnir við óræðum vanda þar sem hann fjallar um Chindogu sem er japönsk hönnunarstefna. Chindogu þýðist á íslensku sem „undarleg tól“ og er að mörgu leiti andstæða þeirri öguðu og minimalísku vinnubragða sem japönsk hönnun er þekkt fyrir.

Klukkan 15 – Elísabet V. Ingvarsdóttir annar sýningarstjóri sýningarinnar Með augum Minksins verður með sýningarstjóraspjall ásamt hugmyndasmiðum Minksins þeim Ólafi Gunnari Sverrissyni og Kolbeini Björnssyni.

Klukkan 14 – 16 – Fjölskyldusmiðja. Fjölskyldum gefst tækifæri til að læra að gera origami, pappírslist að japönskum sið og einnig að prófa sig áfram í hefðbundinni japanskri skrautskriftagerð. Lea Midny Jedrzejek, nemi í japönsku við Háskóla Íslands hefur umsjón með smiðjunni.

Sýningin Japönsk nútímahönnun 100 er farandsýning sem leggur áherslu á hönnun nytjahluta frá árunum 2010 – 2017. Þar hafa hundrað vandaðar hönnunarvörur verið valdar til sýningar um allan heim. Á sýningunni er að finna hversdagslega gripi sem sýna ekki aðeins fremstu hönnun og nýjustu stefnur í Japan, heldur varpa einnig ljósi á líf og áherslur fólks, sem lifir og hrærist í japanskri samtímamenningu.
Sýningin Með augum Minksins – Hönnun, ferli, framleiðsla fjallar um hönnunarferlið frá hugmynd til tilbúinnar vöru. Á sýningunni, í Sverrissal, er ljósi varpað á hönnun og þróun ferðavagnsins Minksins sem dæmi um íslenska hönnun og framleiðslu þar sem hönnunarhugsun er fylgt frá upphafi til enda.

Nánari upplýsingar veitir:
Áslaug Friðjónsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarborgar, s. 694-3457 og
Elísabet V. Ingvarsdóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Með augum Minksins, s. 862-0830.

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0