Minning þeirra lifir

Minning þeirra lifir
Opnun sýningar 16. janúar kl. 16

Sjóminjasafnið í Reykjavík
Grandagarði 8

Sýningin „Minning þeirra lifir” verður opnuð í Sjóminjasafninu í Reykjavík þann 16. janúar næstkomandi kl. 16, til minningar um þá sem fórust með flutningaskipinu SS „Wigry” í aftakaveðri í janúar árið 1942.

Þann 15. janúar 1942 sökk pólska flutningaskipið SS “Wigry” ásamt alþjóðlegri áhöfn í Faxaflóa í sögulegu fárviðri, gjarnan þekktu sem “óveðri aldarinnar”. Skipið var eitt af mörgum í stórri skipalest á leið til New York þegar það sökk. Af 27 manna áhöfn komust aðeins tveir lífs af; íslenski skipverjinn Bragi Kristjánsson sem var rétt um átján ára og pólski stýrimaðurinn Ludwik Smolski.

Meirihluti áhafnarinnar komst við illan leik í björgunarbát en bátnum hvolfdi og komust aðeins nokkrir skipverjar á kjöl hans. Undir morgun freistuðu þeir fjórir skipverjar sem eftir voru þess að synda til lands. Bragi og Smolski komust í land, en hinir tveir drukknuðu í flæðarmálinu. Þegar í land var komið skreið Bragi aðframkominn 1,2 km leið að bænum Syðra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu og sagði bóndanum, Kristjáni Kristjánssyni, frá því sem gerst hafði og fór hann þá strax til að bjarga Smolski sem lá meðvitundarlaus í fjöruborðinu.

Sýningastjóri er Witold Bogdanski [email protected]   s: 6982680 / 8588602

Samtök Pólverja á Íslandi (SPI), Iceland News Polska og Sendiráð Póllands standa fyrir sýningunni í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur.