Móðurást í Mæðragarðinum

Í Lækjargötu, í miðjum miðbæ Reykjavíkur er verkið Móðurást eftir Nínu Sæmundsson (1892-1965). Verk sem Nína gerði árið 1924, og var sýnt sama ár í París, þar sem hún vann á þeim tíma. Afsteypu af verkinu var keypt til Íslands árið 1926, og komið fyrir í Mæðragarðinum árið 1930, litlum garði, norðan við Miðbæjarskólann / Kvennaskólann nú, garð sem var gerður sérstaklega fyrir mæður og börn þeirra. Móðurást er fyrsta verkið sem sett er upp á Íslandi sem er ekki minnismerki eða eftirmynd tiltekins manns, jafnframt fyrsta höggmynd eftir konu sem er komið fyrir í almannarými. Nína, yngst 15 systkina var fædd suður og austur í Fljótshlíð, og nam höggmyndalist í Konunglegu dönsku listaakademíunni, 1916-1920. Starfaði síðan nokkur ár í París, áður en flutti sig um set til New York árið 1926 og síðan til vestur til Los Angeles árið 1930, þar sem hún vann og starfaði við góðan orðstír sem myndhöggvari og myndlistarmaður til æfiloka. 

 

Mæðragarðurinn um 1940 (Ljósmynd C Nielsen 1940)

Mæðragarðurinn í dag; mikið hefur breyst, Hótel Reykjavík Saga, nýtt hótel við Lækjargötu til vinstri. Móðurást Nínu ber við spennustöðvarhúsið sem var komið árið 1940

Móðurást hennar Nínu, sem er komið fyrir í Mæðragarðinum fyrir 92 árum

Reykjavík 18/10/2022 : RX1R II, A7R IV – FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson