Mosfellsdalur

Auðvitað hefði verið hægt að gera allt annað, vera inni þegar úti er bæði kalt, rok og rigning. Ekkert ljósmyndaveður. Samt lagði Icelandic Times / Land & Saga leið sína upp í Mosfellsdal, rétt norðan við höfuðborgina til sjá og upplifa stemninguna. Í dalnum sem tilheyrir Mosfellsbæ, er til dæmis forláta kirkja að Mosfelli, vígð 1965, gjöf Stefáns Þorlákssonar. Kirkjan er ein best búna kirkja landsins, með forni koparklukku sem hangir í kórnum. Kirkjan hefur miklar tekjur af heitu vatni sem Stefán arfleiði kirkjunni að. Auk kirkjunnar og fjölda gróðurhúsa í Mosfellsdal, er Gljúfrasteinn, safn og fyrrum heimili Halldórs Kiljan Laxness, efst í dalnum við þjóðbrautina úr höfuðborginni austur á Þingvelli. Halldór hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1955, og er einn íslendinga sem hefur hlotnast þessi stóru viðurkenningu. 

Mosfellskirkja, vígð 1965

Horft í suðaustur frá Mosfelli, Suðurá remmur um dalinn

Upplýsingaskilti vestast í dalnum

Gljúfrasteinn, safn Halldórs Laxness

Fjöldi gróðurhúsa er í dalnum, enda mikill jarðhiti í Mosfellsdal

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

12/02/2023 : A7R III, A7R IV : FE 1.4/35mm GM, FE 1.8/135mm GM