Norðrið
Samsýning listamanna frá Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi.

  1. september – 20. desember

Á þessum tímum hnattrænnar hlýnunar og öfgafullra umhverfisbreytinga, má spyrja hvort umhverfið eins og við þekkjum það í dag muni aðeins standa eftir sem hverful minning. Fótspor mannsins hefur varanleg áhrif á jörðina, það breytir náttúrulegu umhverfi hennar á grimmdarlegan og óafturkallanlegan hátt, og er það hvergi augljósara en á norðurheimskautinu. Í löndunum sem liggja næst norðurheimskautinu eru breytingarnar óvenju miklar – jöklar hopa og hitastigið hækkar hraðar en nokkurs staðar í heiminum. Landslag Norðurlanda er að breytast á hrikalegan hátt af völdum áhrifa hinnar afskiptalausu og sjálfhverfu mannskepnu. Náttúra þessara landa, sem áður fyrr var dásömuð fyrir sína einstöku fegurð, er að umbreytast vegna hörkulegra áhrifa veðurfarsbreytinga. Vegna þessara nýtilkomnu breytinga á landslagi jarðarinnar, finna margir listamenn hjá sér þörf til að horfa til viðkvæmni náttúrunnar og búa til verk sem sýna þetta sjónarhorn. Á sumum stöðum hafa þessar breytingar leitt í ljós nýtt landslag, áður óséð, en á öðrum stöðum hafa landshlutar verið kaffærðir til framtíðar.

Norðrið einblínir á Norðurlöndin og hið breytilega umhverfi þeirra, og skoðar þau áhrif sem náttúrubreytingar eru að hafa á hugmyndir og tjáningu listamanna, út frá veðurfarsbreytingum, sér í lagi veðurfari Skandinavíu. Sem tilraun til að setja skilning í þessar hröðu breytingar á landslagi Norðurlanda, staðhæfa listamennirnir sem valdir voru, að óstöðugleiki og breytingar séu nauðsynlegur hluti náttúrunnar. Þar sem áhrif veðurfarsbreytinga á Norðurlöndin hafa í för með sér óvissu með framtíð þess landslags sem við þekkjum, setja þessir sex listamenn fram nýja sýn á tilgang og stöðu mannsins, og nýta sér list sína til að komast í sátt við breytingu og endursköpun náttúrunnar.

Arngunnur Ýr, Erna Skúladóttir, Ulrika Sparre, Pétur Thomsen, Ingibjörg Friðriksdóttir, og Nestori Syrjälä setja fram blöndu af tjáningu, allt frá gagnrýnum heimildum til ljóðrænna ákalla. Hvernig getum við aftur tengst hinu ómennska og tjáð náttúruna, tengst aftur landslagi og umhverfi sem hin ágenga mannskepna er að rífa í sundur, og skoðað náttúru sem er ekki bara bara “annað en maðurinn”? Við teljum náttúruna, fjallið, vera stöðugt, óbreytilegt, gegnheilt – staðfastan minnisvarða umhverfis okkar, en þessi verk viðurkenna hversu hverful hún í rauninni er. Útkoman verður fegurð, viðkvæm, en þó sterk, og leið til að rísa upp á ný. Þau búa til einstaka hugmynd um landslag, landlist og umhverfisstefnu, bjóða fram nýja sköpun og draumórakennt umhverfi, en á sama tíma viðurkenna þau þá staðreynd að umhverfið sem við þekkjum er að hverfa. Þessir listamenn leiða okkur blíðlega aftur í átt að náttúrunni, moldinni, landinu, jörðinni, náttúruöflunum, og leyfa okkur að einbeita okkur að fegurð hennar/þess frekar en þyngsli mannhverfra sjónarmiða. Þau taka burtu hið mennska og færa okkur aftur til jarðneskra róta okkar með því að sýna okkur hinn harkalega sannleik um stöðu náttúrunnar, án þess að skafa utan af því.

Sýningarstjóri: Daría Sól Andrews

Listasafn Árnesinga er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga, en öll sveitarfélögin í Árnessýslu eiga aðild að henni..

Listasafn Árnesinga
LÁ Art Museum

Austurmörk 21,810 Hveragerði,

+(354) 4831727

www.listasafnarnesinga.is
[email protected]