Horft frá höfninni í austurátt, yfir Skagaströnd, Illviðrishnjúkur og Dýnufjall í bakgrunni.

Norður á Skaga

Skagaströnd og Skagi eru með vetrarfallegi stöðum á Íslandi. Þarna á skaganum sem gengur út milli Húnaflóa og Skagafjarðar, á norðvesturlandi, kynnist maður náttúruöflunum og vondum vetrarveðrum betur en á flestum stöðum á Íslandi. Þegar Icelandic Times var á ferð þarna um í síðustu viku, strax eftir enn eitt óveðrið sem hefur herjað á Ísland, meira og minna allan febrúar, tók bærinn og Skagi á móti með fallegri vetrarblíðu. Það eru margir fallegir staðir sem vert er að heimsækja þarna, eins og Kálfshamarsvík, Spákonufell sem stendur svo fallegt beint upp af Skagaströnd, og auðvitað björgin, Króksbjarg að vestanverðu, og Ketubjörg, að austanverðu í Skagafirði. 

Horft yfir víkina að Útbænum á Skagaströnd. 

Hús á Hafnarslóð, niður á höfninni á Skagaströnd.
Króksbjarg, norðan Skagastrandar, á Skaga.

Austur-Húnavatnssýsla 24/02/2022  11:09 – 13:31 : A7R IV :  FE 1.2/50mm GM

 

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson