Hjaltadalur er stór og mikill dalur í austanverðum Tröllaskaga í Skagafirði. Í miðjum dalnum er Biskupssetrið að Hólum, þar sem nú er lítið þorp í kring um Landbúnaðarháskólann. Á Neðri-Ási í Hjaltadal, fornu höfðingjasetri, var fyrsta kirkjan reist á Íslandi, sextán árum fyrir kristnitöku árið 984. Viðvík er annað höfuðból, og kirkjustaður fremst í Hjaltadal. Biskupssetur hefur verið á Hólum frá árinu 1106, hinn Biskupin sat á Skálholti í Árnessýslu. Hólar voru frá byrjun tólftu aldar og fram í byrjun síðustu aldar, helsta menningarsetur Norðurlands, Við siðaskiptin árið 1550, átti biskupsstólinn á Hólum, fjórðung af öllum jörðum á Norðurlandi. Hjaltadalur er fallegur heim að sækja, en frá Reykjavík er um fjögurra klukkustunda akstur þangað norður.
Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Skagafjörður 08/10/2023 – A7C, RX1R II, A7R IV : FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM