Plata með Steina Einars Human Comfort

Ný plata með Steina Einars Human Comfort

Úrval laga hlustið hér

Á morgun miðvikudaginn 29.október 2008 kemur út ný plata með hljómsveitinni Steina. Steini eins og flestir muna eftir vann Þorskastríð Cod Music fyrr á árinu og fékk í verðlaun útgáfusamning. Á plötunni sem heitir Human Comfort er að finna 12 lög og texta eftir Steina, 9 splúnkuný og 3 eldri sem komu áður út á fyrstu plötu Steina, Behold (2006). Var ákveðið að hafa þau með á nýju plötunni enda fór lítið sem ekkert fyrir fyrri plötu Steina sem hann gaf  sjálfur út. Fyrstu lögin í spilun af plötunni eru Girls Are All the Same og Agnes of God. Hafa þau bæði fengið góða spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins en lagið Girls Are All the Same hefur vakið sérstaka athygli.

Steini eins og áður kom fram vann Þorskastríð Cod Music fyrr á árinu en alls tóku 102 hljómsveitir þátt í stríðinu. Steini átti ekki í vandræðum með að velja lög á nýju plötuna en lögin öll átti hann á lager. Á næstunni mun Steini halda upp á útgáfu plötunnar með útgáfutónleikum og verður það auglýst nánar síðar.

Þess má geta að Steini fékk ekki aðeins útgáfusamning þegar hann vann Þorskastríðið heldur einnig kassa af þorskalýsi og 10 kíló af þorski. Það fylgir ekki sögunni hvort þær birgðir hafa klárast þegar þetta er ritað.

Úrval laga hlustið hér

You Tupe sjá hér

Sjá frétt hér: Hljómsveitin Steini gefur út plötu
Hlustið hér

Útgefandi Sena