Forsýning á nýjasta leikriti Leikhópsins Lottu 22. maí
LITALAND heitir sýning sumarsins hjá Leikhópnum Lottu og gestir Kex Hostel verða fyrstir til að sjá dýrðina. Lotta býður okkur uppá brot af því besta úr sýningunni með söng og glensi sunnudaginn 22. maí kl 13:00.
Litaland er glænýtt ævintýri sem þið hafið aldrei heyrt áður enda frumsamið alvega sérstaklega fyrir Leikhópinn Lottu núna á 10 ára afmælinu. Sýningin er að vanda hlaðin lögum og húmor fyrir alla fjölskylduna. Litaland verður frumsýnt miðvikudaginn 25. maí í Elliðaárdalnum, en Lotta ætlar að kíkja í heimsókn á Kex á sunnudaginn og syngja nokkur vel valin lög úr leikritinu. Það er því um að gera að láta sjá sig, hitta nýju persónurnar og hita sig upp fyrir sumarið.
Eins og venjulega eru allir velkomnir.
Heimilislegir Sunnudagar eru klukkan 13:00 á sunnudögum og er hægt að fylgjast með dagskránni hverju sinni á Facebook-síðu þeirra:
https://www.facebook.com/profile.php?id=750070385066980&fref=ts
Brunch matseðill Sæmundar í sparifötunum er á boðstólnum frá kl. 11:30 til 17:00.
https://www.kexhostel.is/saemundur-gastro-pub/brunch-menu
Leikhópurinn Lotta er með vinsælari leikhópum fyrir yngri kynslóðina og má fylgjast með þeim á Facebook:
https://www.facebook.com/leikhopurinnlotta/?fref=ts