Nýr Landspítali

Heilbrigðismálin hafa verið einna fyrirferðamest í kosningabaráttunni sem líkur nú í kvöld. Hér horfum við yfir stærstu framkvæmd íslandssögunnar, byggingu nýs Landspítala Háskólasjúkrahúss. Verkefnið er risastórt og mun kosta um 100 milljarða ISK, með tækjum og tólum þegar þeim líkur eftir nokkur ár. Fyrsti áfanginn, nýr meðferðarkjarni (sjúkrahús), verður tekin í notkun eftir fimm ár, árið 2026. Í dag er Landspítalinn með starfsemi á 17 stöðum í 100 byggingum í Reykjavík. Meira en helmingur bygginga Landspítals eru yfir hálfrar aldar gamlar.

 

Horft yfir grunn nýs Landspítala, Barnaspítali Hringsins er lengst til vinstri. Rétt hægra megin við miðju er fyrsta bygging spítals, hönnuð af Guðjóni Samúelssyni og tekin í notkun þann 20 desember 1930.

Álftanes  24/09/2021 09:26 – A7R III : FE 1.4/24 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson