Nýtt land 

Nýtt land 

Met er sett dag eftir dag, á þeim fjölda ferðamanna sem ganga samtals 15 km löngu leið upp Fagradalsfjall að gosinu í Meradölum. Nú um helgina voru um 14.000 einstaklingar sem lögðu leið sína að gosinu, samkvæmt teljara Ferðamálastofu, sem er á göngustígnum upp. Icelandic Times / Land & Saga gekk að gosinu í gær, og spurði hóp Björgunarsveitarmanna sem stóðu við göngustígin um hlutfall íslendinga miðað við erlenda ferðamenn, þeir héldu, án þess að ábyrgjast tölur að hlutfallið væri 60/40 erlendum ferðamönnum í vil. Þeir sögðu líka að flestir væru vel búnir til fjallaferða, en það þyrfti að snúa einstaka fólki frá, væri bæði illa búið og skætt. Eins kæmi það fyrir að fólk áttaði sig ekki hve langt og torfært væri að gosinu, og þeir þyrftu stundum að gefa af nestinu sínu, þegar fólk væri allveg búið, og hungrað og þyrst.

Eldgosið í allri sinni dýrð

Lögreglustjórinn hefur sett reglugerð sem bannar börnum yngri en 12 ára að ganga að gosinu. Bæði er leiðin löng, eins eru börn viðkvæmari fyrir gasmengun sem fylgir eldgosi eins og því sem nú gýs í Meradölum í Fagradalsfjalli, á Reykjanesinu.

Eldgosið í allri sinni dýrð

Fagradalsfjall 15/08/2022 : A7C, RX1R II, A7R IV: FE 2.8/100mm GM, 2.0/35 Z, FE 200-600 G

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson