Okkar Jónas

Okkar Jónas

Það eru fáir íslendingar sem eru eins dáðir og skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson. En hann var fæddur að Hrauni í Öxnadal, Eyjafjarðarsýslu þann 16. nóvember 1807. Sá dagur er nú dagur íslenskrar tungu. Jónas lést í Kaupmannahöfn þann 26. maí 1845, úr blóðeitrun aðeins 38 ára gamall. Hann er grafin í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum, við hlið Einars Benediktssonar skálds, en það eru ekki fleiri sem hvíla þar en skáldin tvö. Jónas var mjög annt um íslenska menningu og tungu, og smíðaði hann mikið af nýyrðum sem hafa fest sig í málinu. Við styttu Einars Jónssonar í Hljómskálagarðinum af Jónasi er bekkur, og á honum er QR kóði, þar sem maður getur heyrt Hjalta Rögnvaldsson flytja eitt af þekktari ljóðum Jónasar, Ferðalok, sem hann orti skömmu áður en hann lést.

Hraun í Öxnadal, fæðingarstaður Jónasar Hallgrímssonar. Þar er nú minningarstofa um skáldið, og leiguíbúð fyrir listamenn og rithöfunda.
Jónas Hallgrímsson, eftir Einar Jónsson (1874-1954), en styttan stendur í Hljómskálagarðinum og var afhjúpuð á hundrað ára afmæli skáldsins árið 1907.

Reykjavík / Eyjafjarðarsýsla 09/04/2022 – 01/11/2021 07:52 – 10:07 : A7C – A7R III : FE 200-600 G – FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson