Okkur lystir í list

Fyrir fámenna þjóð er ómetanlegt hve lista- og menningarlífið er hér sterkt og fjölbreytt. Það er sama hvert maður lítur, í átt að myndlist, tónlist, bókmenntum, dansi, ljósmyndun eða leiklist. Til þess að menning þrífist, þarf auðvitað að sækja viðburði, kaupa verk, hlusta á músík. Það gengur svo svo sannarlega upp. Og alltaf eru nýir og spennandi listamenn að bætast við. Auðga flóruna. Í Kling & Bang í Marshallhúsinu út í Örfirisey, sýna nú tveir ungir og upprennandi myndlistarmenn, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir með sýninguna, Frá hugmynd að aftöku – From idea to execution, og Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson með Snúningshraði – Rate of Rotation. Spennandi sýningar sem standa fram í febrúar. Á sýningunni “Frá hugmynd að aftöku” sýnir Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir ný verk sem hún byggir á myndrænu og táknrænu tungumáli. Í verkum sýningarinnar leiðir listamaðurinn saman áþekkjanlegar línur og form, auk einfaldra myndlíkinga sem saman draga fram merkingu og samhengi á milli málverka, skúlptúrs, ljósmynda og myndbandsverka. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson leggur megináherslu á eigin sköpunarferli sem einkennist að miklu leyti af tilraunamennsku. Hugmyndir þurfa sinn tíma og rými til að blómstra. Eins og okkar góða lyst á menningu og listum.

Snúningshraði – Rate of Rotation
Frá hugmynd að aftöku – From idea to execution
Frá hugmynd að aftöku – From idea to execution
Frá hugmynd að aftöku – From idea to execution
Frá hugmynd að aftöku – From idea to execution
Marshallhúsið í Örfirisey

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0