Okkur lystir í list

Fyrir fámenna þjóð er ómetanlegt hve lista- og menningarlífið er hér sterkt og fjölbreytt. Það er sama hvert maður lítur, í átt að myndlist, tónlist, bókmenntum, dansi, ljósmyndun eða leiklist. Til þess að menning þrífist, þarf auðvitað að sækja viðburði, kaupa verk, hlusta á músík. Það gengur svo svo sannarlega upp. Og alltaf eru nýir og spennandi listamenn að bætast við. Auðga flóruna. Í Kling & Bang í Marshallhúsinu út í Örfirisey, sýna nú tveir ungir og upprennandi myndlistarmenn, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir með sýninguna, Frá hugmynd að aftöku – From idea to execution, og Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson með Snúningshraði – Rate of Rotation. Spennandi sýningar sem standa fram í febrúar. Á sýningunni “Frá hugmynd að aftöku” sýnir Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir ný verk sem hún byggir á myndrænu og táknrænu tungumáli. Í verkum sýningarinnar leiðir listamaðurinn saman áþekkjanlegar línur og form, auk einfaldra myndlíkinga sem saman draga fram merkingu og samhengi á milli málverka, skúlptúrs, ljósmynda og myndbandsverka. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson leggur megináherslu á eigin sköpunarferli sem einkennist að miklu leyti af tilraunamennsku. Hugmyndir þurfa sinn tíma og rými til að blómstra. Eins og okkar góða lyst á menningu og listum.

Snúningshraði – Rate of Rotation
Frá hugmynd að aftöku – From idea to execution
Frá hugmynd að aftöku – From idea to execution
Frá hugmynd að aftöku – From idea to execution
Frá hugmynd að aftöku – From idea to execution
Marshallhúsið í Örfirisey

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson